Sálgæsla á netinu

Sálgæsla á netinu

Hægt er að finna ýmsar greinar á netinu sem fjalla um andlát, ástvinamissi og sorg. Flestar eru þær á erlendum tungumálum, en þó má finna nokkurn fróðleik á íslenskum vefsíðum.

Á vefnum netkirkja.is er hægt að tala við prest/djákna um sorgina, efann, trúna og hvað eina sem kann að liggja þér á hjarta. Samtalið fer fram á netinu eða í tölvupósti.

Á heimasíðunni missir.is er að finna safn heimilda um erfiða lífsreynslu og ástvinamissi ætlað almenningi og fagfólki.

Samtökin Ný dögun, stuðningur í sorg eru með heimasíðu þar sem eru hagnýtar upplýsingar og góð ráð.

Sorgarmiðstöð rekur þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur. Á heimasíðu þeirra er að finna fræðsluefni um sorgina og upplýsingar um hópastarf.

Birta, landssamtök foreldra/forráðamanna sem hafa misst barn/börn/ungmenni skyndilega, eru með heimasíðu. Á henni má finna gagnlegar upplýsingar og fræðsluefni.

Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn veitir börnum og unglingum stuðning í sorgarúrvinnslu.

Á heimsíðu Ljónshjarta, samtaka til stuðnings yngra fólki (20–50 ára) sem misst hafa maka og börnum þeirra, er að finna greinar um sorgarferlið, hugleiðingar og almennar upplýsingar.

Píeta-samtökin veita upplýsingar og stuðning sem aðstandendur þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi geta nýtt sér.

Landspítalinn er með á heimasíðu sinni margvíslegt fræðsluefni um sorg, missi og erfið veikindi fyrir börn og fullorðna.

Lesa næsta kafla: Hinsta ósk